Ég gerði það sem rétt er og læt álit annarra ekki hafa áhrif.
Ég byrjaði nefnilega í Bootcamp í vor og lét ekki nein neikvæð öfl sigra mig, ég gafst ekki upp og er farinn að finna vel árangur erfiðisins.
Af hverju valdi ég Bootcamp ??
Fyrst og fremst finnst mér Bootcamp vera íþrótt full af eldmóði....... Án mjög, mjög sterks vilja sigra og klára hvern tíma gersamlega, þá meina ég gersamlega búinn á því er alveg eins gott að sitja heima og glápa á imbann, tuðruspark eða formúlu og bruðla pringles, án þess að vorkenna sjálfum sér fyrir þetta hreyfingarleysi og fitusöfnun. Það eina sem maður fær út úr því er tilhlökkun fyrir morgundeginum um innihaldlaust hjal um tuðruspark eða Raikkönen einhvern sem hefur áhuga á að keyra hring eftir hring.
Ég hef ekki áhuga fyrir hvorugu , því tók ég ákvörðun fyrir mig og hugsaði "ég skal sigra". Setja mér mark og sigra sjálfur í stað þess að horfa á aðra sigra.
Ég hef sett mér markmið um að vera í 100 sinnum betra líkamlegu og andlegu formi þegar ég verð fertugur en þegar ég var þrítugur og tvítugur.
Ég get aldrei sigrað á þess að leggja mikið á mig og þess vegna valdi ég Bootcamp og tek hverja æfingu 100% frá A - Ö. Ég æfi þar til mig verkjar. Ég sigra aðeins með að leggja mig fram af öllu hjarta, án þess vinnst enginn sigur.
Ég veit það í hjarta mínu að aðeins þegar ég legg mig hart fram til að sigra, mun ég finna fyrir djúpri sannri gleði (fullnægju) þegar sigrinum er náð. Ég finn hana reyndar eftir hvern tíma sem ég hef sigrast á þreyttur,móður og kófsveittur.
Sigur og mikil vinna eiga samleið og ef ég legg mig 100% fram mun sigur minn nást á eðlilegan (náttúrulegan) hátt.
Vildi bara deila þessari hugsun með ykkur.
Flokkur: Bloggar | 22.10.2007 | 22:31 (breytt kl. 22:44) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.