Hvað gerist 15 april 2009 ??

Þá spurningu spurði ég sjálfan mig í gærkveldi þegar þessi dagsetning sótti svo stert á mig í þegar ég var að sofna.

Ég sofnaði ekki fyrr en ég fékk svarið og ég var sáttur við það miðað við núverandi söðu í þjóðfélaginu.

Þann 14 april lýsum við endanlega yfir þjóðargjaldþroti.

Þann 15 april fáum við nýjan þjóðhöfðingja og nýja mynt.

Þann 15 apríl gerumst við Norsk, fáum kong og drotningu , Stoltenberg, Norska krónu  og Selfoss þar sem ég bý mun heita Selhammer  og Reykjavík mun heita Rökhafn.

 Mig langar til að biðla til ráðamenn þjóðarinnar sem greinilega vita ekki í hvern fótinn þeir eiga að stíga

og koma með tilgangslausar yfirlýsingar  um að nú sé verið að bjarga hinu og bjarga þessu  um að fara alvarlega að hugsa sinn gang, hætta að hugsa um beiðnablokkir ráðuneitanna sem þeir geta og hafa gegum áratugina notað sem eigin tjékkhefti. Heldur drífa sig strax og biðla til norðmanna um að þeir taki okkur lítilmagnan á skérinu Íslandi að sér, í stað þess að bíða eftir að við getum notað drulluna sem við skítum upp á bak sem briljantín og neftóbak þegar skíturinn dreyfir úr sér.


mbl.is Hroðalega þröngir kostir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bull og vitleysa, eða hvað.............. ?

Nýjasta kjaftasagan fyrir austan fjall segir að Björn Ingi Hrafnsson íhugi að feta í fótspor Eyþórs Arnalds og hyggist setjast að í Árborg og ganga í framsóknarfélag sunnlendinga og sækjast eftir kjöri í bæjarstjórn Árborgar í næstu bæjarstjórnarkostningum.


Aurakast eða alvöru samkeppni ?

Nú styttist í að Atlandsolía opni sölustað á Selfossi og er það vel.
Þá verður 4 olíufélög í einum hnapp rétt áður en maður keyrir inn á Selfoss.
þ.e. Olís, ÓB, Orkan og Atlandsolía.
Þá spyr maður sjálfan sig verður þarna hörð samkeppni eða verður þetta sama
aurakastið og er í dag, það munar semsagt 1 aur í dag á litra hjá Orkunni og ÓB.
Ætli það muni muna 2 aurum á milli Atlandsolíu og ÓB  ??
Það verður spennandi að sjá.

Lífið er þrældómur - aðeins við getum notið gjafir lífsins

Ég gerði það sem rétt er og læt álit annarra  ekki hafa áhrif.

Ég byrjaði nefnilega í Bootcamp í vor og lét ekki nein neikvæð öfl sigra mig, ég gafst ekki upp og er farinn að finna vel árangur erfiðisins.

Af hverju valdi ég Bootcamp ??

Fyrst og fremst finnst mér Bootcamp vera íþrótt full af eldmóði....... Án mjög, mjög sterks vilja sigra og klára hvern tíma gersamlega, þá meina ég gersamlega búinn á því er alveg eins gott að sitja heima og glápa á imbann, tuðruspark eða formúlu og bruðla  pringles, án þess að vorkenna sjálfum sér fyrir þetta hreyfingarleysi og fitusöfnun. Það eina sem maður fær út úr því er tilhlökkun fyrir morgundeginum um innihaldlaust hjal um tuðruspark eða Raikkönen einhvern sem hefur áhuga á að keyra hring eftir hring.

Ég hef ekki áhuga fyrir hvorugu , því tók ég ákvörðun fyrir mig og hugsaði "ég skal sigra". Setja mér mark og sigra sjálfur í stað þess að horfa á aðra sigra.

Ég  hef sett mér markmið um að vera í 100 sinnum betra líkamlegu og andlegu formi þegar ég verð fertugur en þegar ég var þrítugur og tvítugur.

Ég get aldrei sigrað á þess að leggja mikið á mig og þess vegna valdi ég Bootcamp og tek hverja æfingu 100% frá A - Ö. Ég æfi þar til mig verkjar. Ég sigra aðeins með að leggja mig fram af öllu hjarta, án þess vinnst enginn sigur.

 Ég veit það í hjarta mínu að aðeins þegar ég legg mig hart fram til að sigra, mun ég finna fyrir djúpri sannri gleði (fullnægju) þegar sigrinum er náð. Ég finn hana reyndar eftir hvern tíma sem ég hef sigrast á þreyttur,móður og kófsveittur.

Sigur og mikil vinna eiga samleið og ef ég legg mig 100% fram mun sigur minn nást á eðlilegan (náttúrulegan) hátt.

Vildi bara deila þessari hugsun með ykkur.

 


Svíar búnir

Samhvæmt vefsíðu sænska ríkisútvarpsins þá voru svíar í gær að slökkva á síðasta hliðræna sjónvarpssendinum. Þannig að bretar eru langt á eftir, hvað þá við íslendingar, þó flest allir hafa aðgang að ADSL sjónvarpi símans sem er stafrænt.

Frétt svíana

"Digitaltvövergången är avslutad. Den 15 oktober släcktes de sista analoga tv-sändningarna i Skåne och Blekinge och hela Sverige är nu digitaliserat."


mbl.is Slökkt á fyrstu hliðrænu sjónvarpssendunum í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband